Mygla í húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri

Mygla í húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri

Mygla hefur greinst í húsi Heilsugæslunnar á Akureyri og nokkrir starfsmenn segjast hafa fundið fyrir einkennum sem rekja megi til myglunnar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við RÚV að þjónusta við bæjarbúagæti raskast á meðan viðgerð stendur. Hann segir að fyrstu niðurstöður mælinga verkfræðistofunnar EFLU bendi til þess að mygla sé í nokkrum rýmum.

„Hugsanlega þarf að flytja hluta af starfseminni annað í bæinn tímabundið, til að losa um og gera möguleika á að grípa til aðgerða. Þannig við erum bara að kynna í dag fyrir starfsfólki stöðuna og munum svo fara í meiri mælingar á húsinu til að fullvissa okkur um að þau rými í húsinu sem við erum þó að vinna í séu í lagi,“ segir Jón Helgi í samtali við RÚV. Nánari umfjöllun um málið má finna á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó