Gæludýr.is

Mura Masa á Iceland Airwaves

Plötusnúðurinn og pródúserinn MURA MASA mun koma fram á Iceland Airwaves á Akureyri í nóvember.  Hann hefur á sínum stutta ferli unnið með nokkrum af stærstu listamönnum nútímans en þar má nefna A$AP Rocky, Charlie XCX pg Desiigner.
Mura Masa kom nýverið fram á Coachella tónlistarhátíðinni þar sem hann sló í gegn og var að margra mati með eitt flottasta atriði hátíðarinnar. Á næstunni mun koma út plata frá Mura Masa þar  sem hann fær meðal annars Damon Alborn söngvara Blur og Gorillaz og A$AP Rocky til liðs við sig.
Iceland Airwaves verður haldið í fyrsta skipti að hluta til á Akureyri á þessu ári 1.-5. nóvember. Mura Masa mun spila bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Hér má sjá myndband við lagið Lovesick sem Mura Masa gaf út með A$AP Rocky á síðasta ári.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó