NTC

Munir frá setuliðinu finnast við framkvæmdir á Lónsbakka

Munir frá setuliðinu finnast við framkvæmdir á Lónsbakka

Þéttbýliskjarninn við Lónsbakka í Hörgársveit, norðan Akureyrar, stækkar ört þessa dagana. Nýjar íbúðir rísa þar sem áður stóðu braggar breskra setuliðsmanna á hernámsárunum. Yfirmaður framkvæmda á svæðinu gaf Varðveislumönnum minjanna, hópi áhugasamra grúskara um sögu, minjar og útivist, leyfi til þess að gera könnun á litlum hluta byggingarsvæðisins eftir að hlutir komu upp úr jörðinni – hlutir sem grunur lék á að væru frá stríðsárunum. Varðveislumenn höfðu hraðar hendur því stuttu síðar var svæðið sem kannað var komið undir steypu.

Eitt og annað áhugavert kom í ljós við rannsóknir Varðveislumanna á umræddu svæði. Enginn vafi leikur á því að þarna er um gripi að ræða frá breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Á heimasíðu Grenndargralsins má sjá myndir af hluta þeirra gripa sem Varðveislumenn minjanna hafa endurheimt eftir 80 ára dvöl í moldinni á Lónsbakka.

Sambíó

UMMÆLI