Mummi Lár sjálfboðaliði ársins 2016

mg_4115-700x467

Mummi tekur við viðurkenningunni frá forseta Golfsambandsins, Hauki Erni Birgissyni. Mynd: Kylfingur.is

Guðmundur E. Lárusson, eða Mummi Lár eins og hann er jafnan kallaður, hlaut viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins á formannafundi Golfsambands Íslands á dögunum.

Hann ætti að vera flestum golfurum á Akureyri að góðu kunnur en Mummi hefur verið virkur félagi í starfi Golfklúbbs Akureyrar í mörg ár.

Mummi var virkur í sjálfboðaliðastarfinu í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli síðastliðið sumar.

Hér fyrir neðan má sjá umsögn Golfsambands Íslands um sjálfboðaliða ársins, Mumma Lár.

Í gegnum árin hefur ávallt verið mikið og öflugt sjálfboðaliðastarf unnið hjá Golklúbbi Akureyrar og er það klúbbnum virkilega mikils virði. Árið í ár hefur verið sérstaklega viðburðarríkt hjá GA, golfskálinn á Jaðri var tekinn í gegn að innan auk þess sem Klappir, nýtt og glæsilegt æfingasvæði var byggt. Stór hluti þeirra vinnu á bakvið þessi verkefni var unninn í sjálfboðaliðavinnu. Einn af þessum frábæru sjálfboðaliðum er Guðmundur E Lárusson félagi í GA til margra ára.

Guðmundur mætti og tók til hendinni þegar farið var í það í desember síðastliðnum að skipta um gólfefni í golfskálanum og var hann þar ásamt fjölda sjálfboðaliða og var öll sú vinna unnin í sjálfboðaliðavinnu. Þegar að þeirri vinnu lauk hófst klúbburinn handa við það að gera jarðhæðina í skálanum nánast fokhelda og koma þar upp flottri búningaaðstöðu. Guðmundur, eða Mummi Lár eins og hann er þekktur undir norðan heiða mætti til vinnu alla morgna frá því að framkvæmdir hófust og þar til þeim lauk um mánaðarmótin maí/júní, auk þess mætti hann um kvöld eða helgar þegar aðrir sjálfboðaliðar mættu og tóku til hendinni. Þetta gerði hann allt sem sjálfboðaliði og lagði þarna sitt af mörkum til að gera þá aðstöðu sem GA býr yfir í dag jafn góða og raun ber vitni um.“

UMMÆLI