Veitingastaðurinn og kokteilbarinn Múlaberg, var á dögunum tilnefnt til tveggja verðlauna hjá BCA (e. Bartender‘s Choice Awards). Múlaberg var tilnefnt í flokki Best Cocktail Bar – Iceland og People‘s Choice – Iceland.
Alls eru tilnefndir þrír staðir í hverjum flokki á landinu en í báðum þessum flokkum eru það kokteilbarinn Jungle, Kokteilbarinn ( Monkey‘s) og Múlaberg sem keppast um titilinn. Til tíðinda telst að Múlaberg er eini staðurinn á landsbyggðinni sem nældi sér í tilnefningar.
Múlaberg gekk undir talsverðar breytingar þegar nýir eigendur tóku við staðnum sumarið 2020 og lögð hefur verið mikil áhersla á barinn, vínúrval og kokteila.
„Það eru svo ótrúlega margir flottir staðir hérna á Íslandi sem eru að gera alveg frábæra hluti, svo við bjuggumst ekki alveg við þessu. En við erum alveg í skýjunum!“ segir Ingibjörg Bergmann, einn af eigendum og veitingastjórum Múlabergs.
Ásamt Ingibjörgu eru það Snæbjörn Bergmann og Hlynur Halldórsson sem reka staðinn, en öll eru þau menntuð í faginu. „Við erum með ótrúlegt teymi með okkur á Múlabergi, gríðarlegur metnaður og fagmennska. Okkar fólk hefur verið að ryðja sér til rúms í geiranum og m.a. unnið til verðlauna í hverri kokteilakeppninni á fætur annarri. Það er ómetanlegt að vinna með svona flottu fólki,“ segir Ingibjörg.
Sjá einnig: Unnur Stella sigraði Arctic Mixologist
Líkt og Kaffið fjallaði um vann Unnur Stella, vaktstjóri á Múlabergi, fyrsta sæti í kokteilakeppni Arctic Challenge og Ýmir Valsson, yfirbarþjónn á Múlabergi, endaði í þriðja sæti. Ýmir vann einnig kokteilakeppnina Rumble in the Jungle, sem haldin var í Reykjavík, annað árið í röð.
Tilnefningar til Bartender Choice Awards (BCA) voru tilkynntar þriðjudaginn 10.janúar á kokteilbarnum Jungle í Reykjavík en BCA er norræn barþjónakeppni. Þar er breið dómnefnd samansett af veitingamönnum frá hverju landi fyrir sig sem tilnefnir þá staði/aðila sem þeim fyrst hafa staðið uppúr úr bransanum í hverjum flokki fyrir sig.
Á komandi vikum mun svo dómnefnd velja sigurvegarann í hverjum flokki og munu þau úrslit verða kynnt þann 12. mars í Kaupmannahöfn á Bartender Choice Awards Gala.
Úrslit Bartender Choice Awards – Ísland:
(Tekið af veitingageirinn.is)
Besti barþjónninn:
Jónas Heiðarr
Leo Snæfeld Pálsson
Teitur Ridderman Schiöth
Besta andrúmsloftið:
Jungle
Kaldi Bar
Kokteilbarinn
Besti Kokteilabarinn:
Jungle
Kokteilbarinn
Múlaberg Bistro & Bar
Besti kokteilaseðillinn
Jungle
Kokteilbarinn
Sumac
Besti nýi kokteilabarinn
Bingo
Drykk
Tres Locos
Bestu framþróunaraðilar bransans
Friðbjörn Pálsson
Hlynur Maple
Ivan Svanur Corvasce
Besti signature kokteillinn
Dillagin
Funiks
Nortern Light
Besti veitingastaðurinn
Brút
Monkeys
Sumac
Val fólksins
Jungle
Kokteilbarinn
Múlaberg Bistro & Bar
UMMÆLI