Mozart um páskana

Mozart um páskana

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands stendur fyrir tvennum stórtónleikum í páskavikunni þegar tvö af mögnuðustu verkum Mozarts verða flutt í Hofi á Akureyri og í Langholtskirkju.

„Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú er það Mozart Requiem í flutningi stórstjarnanna Garðars Thórs Cortes, Hönnu Dóru Sturludóttur, Ágúst Ólafssonar og hinnar norðlensku Helenu Guðlaugar Bjarnadóttur,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, sem er einstaklega ánægður með valið á einsöngvurunum. „Garðar Cortes er á hátindi ferilsins, Hanna Dóra nýbúin að eiga stórsigur í Brothers, Ágúst hefur aldrei verið betri og Helena Guðlaug sýndi í Matteusarpassíunni í fyrra, þar sem hún með engum fyrirvara hljóp í ksarð sjálfrar Hönnuh Morrison, að stjarna er fædd í íslensku söngsenunni,“segir Þorvaldur.

Kammerkór Norðurlands og Söngsveitin Fílharmónía mynda 80 manna kór á tónleikunum en hljómsveitarstjórinn er engine önnur en hin finnska Anna-Maria Helsing. „Rúsínan í pylsuendanum er einn fallegasti píanókonsert sögunnar, píanókonsert nr. 20 í d-moll eftir Mozart. Þar verður einleikari vonarstjarna Norðlendinga í sígildri tónlist, Alexander Edelstein,“ segir Þorvaldur Bjarni.

Tónleikarnir verða í Hofi á skírdag og í Langholtskirkju föstudaginn langa. Miðasala er á mak.is og tix.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó