Chris Hagan verkefnastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Super Break tilkynnti það í viðtali við Markaðsstofu Norðurlands að samningaviðræður séu hafnar við ný flugfélög til þess að hægt verði að tryggja lendingu á Akureyri í langflestum tilvikum og mun oftar en raunin varð í vetur.
Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hefur undanfarnar vikur komið með um 2500 breska farþega til Akureyrar, áformar nú að nota enn öflugri og stærri flugvél fyrir Norðurlandsferðirnar en verið hefur.
Hagan segir að flugvélin sem pólska flugfélagið Enter Air hefur notað til þess að fljúga til Akureyrar sé ekki nægjanlega öflug.a öflug. Því hafi verið leitað til annars flugfélags um að sjá um ferðir Super Break til Akureyrar, sem hafi nú þegar átt í samskiptum við Icelandair, Air Iceland Connect og fleiri um aðstæður á Akureyrarflugvelli.
Áform um að halda áfram flugi til Akureyrar næsta vetur hafa ekki breyst og hefur sala á fluginu næsta vetur sem hefst 10. desember farið vel af stað.
Hagan sagði frá þessu í viðtali við Markaðsstofuna, þar sem hann fór yfir það hve góðar móttökur bæði starfsfólk Super Break og viðskiptavinir hafi fengið á Norðurlandi. Hann segir þetta ekki jafnast á við nokkuð annað sem hann hafi séð í ferðaþjónustu. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan.
UMMÆLI