Gæludýr.is

Mótmæla því að salt sé notað á götur Akureyrar

Mótmæla því að salt sé notað á götur Akureyrar

Nýr Facebook hópur sem stofnaður var til þess að mótmæla því að Akureyrarbær noti salt á götur bæjarins til þess að draga úr hálku telur nú hátt í 3000 manns.

Í lýsingu á hópnum segir að tilgangur hans sé að „reyna að opna augu bæjaryfirvalda fyrir því að salt spillir færð og eyðileggur bíla og skófatnað.“

Sjá einnig: Unnið að því að draga úr svifryksmengun á Akureyri

Mikil svifryksmengun hefur verið á Akureyri undanfarið og hefur svifryk ítrekað mælst yfir heilsuverndarmörkum í vetur. Bæjaryfirvöld hafa leitað lausna í samstarfi við heilbrigðisnefnd og meðal þess sem lagt hefur verið til að að vegagerðin noti salt/saltpækil til hálkuvarna í vetur samhliða því að átak verði gert í þrifum á götum.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, átti fund með viðbragðshópi um svifryksmengun á Akureyri fyrr í mánuðinum en haft var eftir honum á vef RÚV í kjölfarið að að Akureyringar þurfi að ákveða hvort þeir ætla að meta lakkið á bílum sínum ofar lungum barna í bænum.

Hann segir að notkun jarðefna við hálkuvarnir sé helsti sökudólgurinn í svifryksmengun. Notkun nagladekkja sé einnig ein af ástæðunum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó