NTC

Mótmæla stríðinu í Aleppo á ráðhústorgi

14494809_743183252504510_7996080744271117792_nSýrlensk fjölskylda frá Aleppo ætlar að efna til mótmæla gegn stríðinu þar í landi á Ráðhústorgi klukkan 5 í dag. Ástandið í Aleppo hefur sjaldan verið verra og síðustu daga og hafa margir óbreyttir borgarar misst lífið í loftárásum. Fjölskyldan sem búsett er á Akureyri segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og hlýhug hér á landi og segja að tími sé kominn til að standa saman gegn stríðinu. Þau efna til mótmælanna undir yfirskriftinni ‘Stop this crazy war’.

Einnig mun fólk koma saman á Austurvelli til að sýna stuðning. Við hvetjum Akureyringa til að mæta á staðinn og standa með þessu fólki á þessum erfiðu tímum.

Sambíó

UMMÆLI