Mótmæla niðurlagningu BUG-teymis á SAk

Mótmæla niðurlagningu BUG-teymis á SAk

Stjórnir Geðhjálpar og Geðverndarfélags Akureyrar hafa lýst þungum áhyggjum af fyrirhugaðri niðurlagningu barna- og unglingageðteymis SAk 1. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að lokunin muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þjónustu við ungt fólk með geðraskanir á Norður- og Austurlandi.

„Samkvæmt lögum nr 40/2007 er hlutverk SAk að veita þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga og vera varasjúkrahús Landspítala. Við skorum á stjórnendur SAk að hætta við breytingarnar og við skorum á heilbrigðisráðherra og þingmenn að beita sér í málinu,“ segir í tilkynningu.

Undirskriftarsöfnun í mótmælaskyni hefur verið sett af stað á vef Island.is.

Sjá einnig: Geðþjónusta við börn og ungmenni færist frá SAk til HSN

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó