Flottur hópur keppenda frá Atlantic Jiu – Jitsu æfingamiðstöðinni á Akureyri, keppti fyrir hönd Atlantic á íþróttamótinu Hvítur á leik síðasta laugardag. Mótið er haldið árlega af VBC í Kópavogi og er fyrir byrjendur í sportinu, en flestir fá sína fyrstu keppnisreynslu á þessu móti.
Mótið var það fjölmennasta frá upphafi, en 75 manns skráðu sig sem eru um helmingi fleiri en á síðasta móti. Keppendur Atlantic komu heim með tvö brons af mótinu, Alexander Reynisson og Friðgeir Andri Sverrisson hrepptu báðir þriðja sætið í sínum flokki.
Glæsilegur árangur og sportið er augljóslega að stækka hratt. Fyrir áhugasama um íþróttina og æfingamiðstöðina Atlantic má finna nánari upplýsingar hér.
UMMÆLI