NTC

Mörg hundruð kanínur í Kjarnaskógi

Mynd: Óðinn Svan.

Kanínum í Kjarnaskógi fer sífellt fjölgandi og er aldrei meira af þeim en yfir sumarið. Kanínur eru ekki til komnar í Kjarnaskóg af náttúrulegum stofni heldur vegna þess að fólk sleppir þeim í skóginn þegar það vill þær ekki lengur sem gæludýr. Kaffið hafði samband við Ingólf Jóhannsson, framkvæmdarstjóra Skógræktarfélags Eyjafirðinga, til að vita meira um kanínurnar sem nú halda til um allan skóginn.

Hann segir það frekar erfitt að segja til um hversu margar kanínur haldi til í Kjarnaskógi en áætlar að það sé á bilinu 700-800 kanínur. Þær hafa það mjög gott yfir sumartímann þegar nóg er af plöntum en veturinn reynist þeim erfiðari.
,,Við lítum á þetta þannig að við verðum að lifa með þeim. Þær eru miklir gleðigjafar, sérstaklega fyrir börn, og við útrýmum þeim að sjálfsögðu ekki“, segir Ingólfur í samtali við Kaffið.

Mynd: Óðinn Svan

Ingólfur segir að þeim fylgi vissulega einhver vandamál en þær naga mikið vissar tegundir af plöntum, sérstaklega þær sem skrautlegri eru.
,,Kirsuberjatré eru í miklu uppáhaldi. Við höfum brugðið á það ráð að setja vír utan um hverja plöntu til að halda þeim í skefjum.“

Þegar spurður segist Ingólfur ekki hafa orðið var við það að fólk væri að veiða kanínurnar til að fá sér gæludýr en það væri frekar öfugt, að fólk væri duglegt við að sleppa þeim í skóginn.
Síðastliðna vetur hefur markvisst verið reynt að fækka kanínum með því að veiða þær. Það hefur gengið vel yfir vetrartímann en strax aftur á sumrin fjölgar þeim gríðarlega hratt.
Þetta segir okkur að kanínurnar eru sennilega ekki að fara neitt.

Mynd: Óðinn Svan.

Mynd: Óðinn Svan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó