Framsókn

Moli hættur með Þór/KA eftir rúman áratug í starfi

a-moli

Jóhann Kristinn Gunnarsson og Siguróli Kristjánsson Mynd: Páll Jóhannesson


Siguróli Kristjánsson, Moli sem verið hefur í þjálfrateymi Þór/KA frá árinu 2005 hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Þetta tilkynnti hann í gærkvöldi eins og fram kemur á thorsport.is, heimasíður Þórs.

Moli kom inn í þjálfarateymi Þórs/KA um miðjan síðasta áratug þegar Dragan Stojanovic tók við sem þjálfari liðsins. Hann hefur því staðið á hliðarlínunni með Þór/KA í ellefu keppnistímabil og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur orðið.

Þeir sem þekkja til Mola vita að þarna er á ferðinni afar litríkur karakter sem skilur eftir sig stórt skarð. Kaffið.is óskar Mola velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

VG

UMMÆLI

Sambíó