Gæludýr.is

Moli fer af stað í fimmta sinn

Moli fer af stað í fimmta sinn

Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, er að hefja sitt fimmta sumar í verkefninu „Komdu í fótbolta með Mola“. Þetta kemur fram á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Verkefnið er samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans þar sem Moli heimsækir minni sveitarfélög í kringum landið og setur upp skemmtilegar fótboltaæfingar fyrir krakkana á svæðinu. Markmiðið er að efla áhuga á fótbolta og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á svæðinu.

Moli fer af stað í ferðalagið um landið 22. maí og verður á ferðinni út september. Skipulag er í fullum gangi og ef þitt félag hefur sérstaka ósk um hvenær Moli kemur á svæðið þá er hægt að hafa samband í tölvupósti á moli@ksi.is. 

Nánar um verkefnið „Komdu í fótbolta“.

VG

UMMÆLI

Sambíó