Gæludýr.is

Mögulegt samstarf milli Akureyrar og Kína

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Lin Shanqing vararáðherra hafmála í Kína. Mynd: akureyri.is

Bæjarstjóri Akureyrar og þeir bæjarfulltrúar sem sóttu Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu í Reykjavík í október sóttu fund með vararáðherra hafmála í Kína og sendinefnd hans. Fundinn sátu einnig sendiherra Kína á Íslandi og sendiherra Íslands í Kína, fulltrúar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Hafnarsamlags Norðurlands, Háskólans á Akureyri og RANNÍS.

Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að endurgjalda höfðinglegar móttökur sendinefndar frá Akureyri sem heimsótti Kína í vor í tengslum við norðurslóðamálefni, vinabæjasamskipti og möguleg samstarfsverkefni.

Á fundinum, sem var óformlegur, voru ýmis málefni til umræðu, m.a. uppbygging Heimskautarannsóknastofnunar Kína á norðurljósarannsóknarsetri að Kárhóli í Þingeyjarsýslum, samstarf Háskólans á Akureyri og háskóla í Kína, hugsanlegt samstarf um hafrannsóknir og vinabæjasamskipti Akureyrarbæjar og borgarhlutans Lingang í Shanghai.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó