Kosningin í módelmálningarkeppni Goblin er í fullum gangi og eru 11 módel af ýmsum stærðum og gerðum að taka þátt. Þema keppninnar er Bleikur október og gátu áhugasamir skilað inn módelum til þáttöku fram í lok október. Hægt er að skoða öll módelin í sýningarskáp í Goblin á Glerártogi.
Öllum er frjálst að kjósa í keppninni en til þess þarf að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með framlagi að lágmarki 500 krónum. Gegn því er afhentur kjörseðill í verslun Goblin til þess að kjósa uppáhalds módelið sitt.
Kosningin stendur til 15. nóvember og verður sigurvergari tilkynntur laugardaginn 16. nóvember.
Módelin sem taka þátt má sjá hér að neðan.










