NTC

Mjög slæmt aðgengi fyrir hjólastóla í kvikmyndahúsum Akureyrar

Sambíóin Akureyri

Aðgengi fyrir fólk í hjólastólum hefur verið mjög slæmt í kvikmyndahúsum Akureyrar síðustu mánuði. Íbúi á Akureyri hafði samband við Kaffið vegna málsins og segir ástandið óviðunandi.

Hjólastólalyftan í Sambíóunum á Akureyri, sem ætluð er til að flytja hjólastóla upp stigann þar sem salirnir eru, hefur verið biluð síðan í byrjun desember. Þetta veldur því að fólk í hjólastól kemst ekki í bíó nema fara inn í salinn að aftan og þurfa þá að sitja neðst. Þetta er einungis hægt í öðrum salnum. Ítrekað hefur verið kvartað vegna þessa en þó er lyftan enn ónothæf.

Í Borgarbíói er engin salernisaðstaða fyrir fatlaða og ekki aðgengi fyrir fólk í hjólastólum að A-sal nema þá að starfsfólk beri viðkomandi upp stigann í salnum.

„Þetta er eitthvað sem þarf að nauðsynlega að bæta og það á ekki að bjóða fólki í hjólastól upp á þetta, það er verið að gera þeim enn erfiðara fyrir,” segir ósáttur Akureyringur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó