Minnst fjórir nýir flokkar vilja bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri


Að minnsta kosti 10 stjórnmálaflokkar stefna á að bjóða fram til sveitarstjórnakosninga á Akureyri næsta vor. Þetta kemur fram á vef Rúv. Í bæjarráði Akureyrar sitja nú fulltrúar úr sex flokkum; Bjartri framtíð, Framsóknarflokk, L-listanum, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk og Vinstri grænum. Allir þessir flokkar hyggjast bjóða fram aftur næsta vor en núverandi bæjarfulltrúar hafa þó ekki allir gert upp við sig hvort þeir gefi kost á sér aftur.

Auk þessara flokka eru það Viðreisn og Píratar sem koma nýjir inn og er er nú verið að vinna að því að skipa fólk á þeirra lista en Íslenska þjóðfylkingin og Flokkur fólksins eru einnig sögð hafa áhuga á framboði í bænum. Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram laugardaginn 26.maí 2018.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó