Framsókn

Minnismerki um KÁINN vígt

Miðvikudaginn 25. október, sem er dánardagur skáldsins Kristjáns Níelsar Júlíusar Jónssonar eða KÁINS, verður minnismerki um hann vígt í Innbænum á Akureyri, skammt sunnan Minjasafnsins á Akureyri.

„Icelandic Roots, The Icelandic Communities Association of NE North-Dakota“ og aðrir velunnarar Káins vestan hafs létu gera afsteypu af lágmynd sem prýðir minnismerki um skáldið í Norður-Dakota og færðu Akureyringum að gjöf. Lágmyndin hefur nú verið felld í stuðlabergsstapa sem myndar nýja minnismerkið.

Dagskráin hefst kl. 16.15 með stuttri athöfn við minnismerkið og að henni lokinni verður gestum boðið í kaffisopa og með því á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar mun meðal annarra koma fram Vandræðaskáldið Vilhjálmur B Bragason. Hann segir frá sínum KÁINN og flytur eigið lag við kvæði hans.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó