NTC

Minningarstund fyrir Birnu í Akureyrarkirkju

#fyrirbirnu

Næstkomandi laugardag 28.janúar, verður minnst Birnu Brjánsdóttur á Akureyri í sérstakri minningarstund. Viðburðurinn verður haldinn í Akureyrarkirkju kl.17.00 og allir hvattir til þess að mæta sem vilja minnast Birnu og sýna samhug. Faðir Birnu hefur gefið leyfi sitt fyrir athöfninni.
Í minningarstundinni verður kveikt á kertum á sama tíma og í Reykjavík, en þar stendur til kertafleyting á Reykjavíkurtjörn kl. 17.

Einnig hefur verið boðað til minningarstundar í Kaupmannahöfn þar sem að rúmlega 100 manns hafa nú þegar boðað komu sína. Þar verður hisst við Rådhuspladsen og blóm og kertaljós lögð við tröppurnar fyrir Birnu.

Hægt er að skoða viðburðinn á Akureyri hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó