NTC

Minningarsjóður Baldvins gefur eina milljón króna til styrktar Garðinum hans Gústa

Minningarsjóður Baldvins gefur eina milljón króna til styrktar Garðinum hans Gústa

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar hefur ákveðið að gefa eina milljón króna til styrktar Garðinum hans Gústa.

Sjá einnig: Fyrsta skóflustungan tekin að Garðinum hans Gústa

Garðurinn hans Gústa er verkefni sem nokkrir vinir Ágústar H. Guðmundssonar heitins standa að. Markmiðið er að reisa veglegan körfuboltavöll við Glerárskóla og afhenda Akureyrarbæ í nafni Ágústar, þegar aðstaðan verður fullbúin. Ágúst, sem lést í upphafi árs langt fyrir aldur fram, markaði djúp spor í sögu körfuboltaíþróttarinnar á Akureyri og í íþróttastarfi Þórs.

„Það er vel við hæfi að Minningarsjóður Baldvins leggi verkefninu lið þar sem Baldvini var umhugað um uppbyggingu innan póstnúmersins 603,“ segir í tilkynningu frá minningarsjóðnum á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI