Minningarplatti um flugslysið í Héðinsfirði vígðurHjónin Vaka Njálsdóttir og Björgvin Björnsson. Ljósmyndir: Trölli.is / Björgvin Björnsson.

Minningarplatti um flugslysið í Héðinsfirði vígður

Minningarplatti um flugslysið í Héðinsfirði var vígður síðastliðinn föstudag. Plattinn var hengdur á upplýsingaskilti um slysið sem stendur við útskot á veginum í Héðinsfirði sem liggur milli tveggja kafla Héðinsfjarðarganga. Það eru hjónin Vaka Njálsdóttir og Björgvin Björnsson, ásamt börnum þeirra, sem gefa minningarplattann. Börn þeirra eru Njáll og Daði Steinn Björgvinssynir og Hrefna Katrín Björgvinsdóttir. Trölli.is greindi frá.

Slysið sem um ræðir var mannskæðasta flugsys Íslandssögunnar. Allir um borð fórust, alls 25 manns, þegar flugvél á vegum Flugfélags Íslands flaug sökum þoku á Hestfjall í Héðinsfirði þann 29. maí árið 1947. Minnisvarði um þá sem fórust var reistur á slysstað árið 1997, þegar fimmtíu ár voru liðin frá slysinu. Það voru þeir Björgvin Björnsson og Björn Arason sem voru hvatamenn að því, þá starfandi með Kiwanis. Á þeim minnisvarða er að finna sama sálm og á plattanum sem vígður var á föstudaginn. Hann er að finna hér að neðan.

Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig
og hægri hönd þín halda mér.
Sálmur 139.9-10
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó