Minningarathöfn við Minjasafnstjörnina

Minningarathöfn við Minjasafnstjörnina

Á morgun, þann 9. ágúst, verður haldin árleg kertafleyting til minningar um beitingu kjarnavopna árið 1945 í Hiroshima og Nakasaki. Talið er að 226.000 manns hafi látist í við þessa hræðilegu árás fyrir rúmum 72 árum. ,,… Jafnframt minnum við á og mótmælum sprengingum hervalda nútímans gegn Sýrlandi, Írak, Jemen, Afganistan og í Úkraínu. Hernaðarbandamenn Íslands eiga aðild að öllum þessum stríðum.“ segir í fréttatilkynningu frá Samstarfshóp um frið, sem stendur fyrir atburðinum.

Fleytingin verður haldin klukkan tíu annað kvöld og mun alþingismaðurinn Logi Már Einarsson flytja ávarp.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó