NTC

Minna á að tveggja metra reglan gildir til 4. maí

Minna á að tveggja metra reglan gildir til 4. maí

Lögreglan á Norðurlandi eystra minnti á það í tilkynningu á Facebook að reglur um tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga eru enn í gildi á Íslandi.

Foreldrar eru sérstaklega beðnir um að fylgjast með börnum að leik. Mikil hópamyndun hefur verið af krökkum á skólalóðum og íþróttavöllum í bænum.

Þá þurfti lögreglan meðal annars að brjóta upp hóp af fólki sem hafði setist á Happy Hour á veitingastað í miðbænum.

Reglur um tveggja metra fjarlægð eru í gildi til 4. maí.

„Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Á meðan við gleðjumst yfir því að sumarið sé komið og við búin að taka út reiðhjólin þá viljum við í leiðinni biðla til foreldra að fylgjast með börnum að leik. Við viljum minna þau á að halda 2 metra fjarlægð, eða eins og við heyrðum, halda fyrirmyndar fjarlægð,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI