NTC

Minjastofnun styrkir viðgerð á Akureyrarkirkju

Akureyrarkirkja

Minjastofnun mun styrkja viðgerðir á Akureyrarkirkju vegna skemmdarverka sem unnin voru á kirkjunni í byrjun síðasta árs.

Vikudagur greinir frá því að Minjastofnun muni úthluta 2,5 milljónum króna til viðgerðarinnar. Setja þarf nýja steiningu á suður- og austurhlið kirkjunnar. Viðgerðir á kirkjunni munu kosta samtals tæplega 13 milljónir króna.

Ólafur Rúnar Ólafsson, formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, segir að styrkur Minjastofnunar sé afar mikilvægur í samtali við Vikudag. Hann segir þó að það þurfi meira til og umræða sé um að áfangaskipta framkvæmdunum yfir lengri tíma.

„Þá myndum við reyna að byrja á framkvæmdum austan megin á móti kirkjutröppunum og síðan sníða okkur stakk eftir vexti. Það er óskandi að við getum byrjað á framkvæmdum í vor eða sumar,“ segir Ólafur.

Akureyrarsókn bindur einnig vonir við að framlag komi til verkefnisins frá Jöfnunarsjóði kirkna, en niðurstöðu um það er að vænta innan skamms.

Þann 4. janúar árið 2017 fór skemmdarvargur hamförum á Akureyri og spreyjaði hatursfullum skilaboðum á fjórar kirkjur, þ.á.m. Akureyrarkirkju. Eftir að skemmdarverkin voru unnin var strax farið í það að hreinsa veggi kirknanna og tókst að fjarlægja málningu að mestu leyti af þremur þeirra, en ekki af Akureyrarkirkju. Fjórum myndavélum með upptökubúnaði var í kjölfarið komið fyrir á Akureyrarkirkju.

Sjá einnig:

Akureyrarkirkja sækir um fjárstyrk til að greiða fyrir 13 milljón króna viðgerðir

Kostar 13 milljónir að gera við skemmdarverkin á Akureyrarkirkju

Fjórum myndavélum verður komið fyrir á Akureyrarkirkju

 

Sambíó

UMMÆLI