Vegagerðin og lögreglan vakti athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður í Skagafjörð í gærkvöldi.
Við þessar aðstæður sest tjaran í munstur hjólbarða bifreiða sem veldur því að aksturshæfni þeirra skerðist, og getur tjaran slest á bifreiðar sem að á móti koma.
Tilkynnt var um tjón á bifreiðum í gær vegna þessa sem og eitt umferðaróhapp sem að rekja má til þessara óvenjulegu aðstæðna.
Myndina tók Bjarki Reynisson þegar hann kom norður til Akureyrar í gær.
UMMÆLI