Miklar kalskemmdir í túnum við EyjafjörðLjósmynd: Sigurgeir B. Hreinsson

Miklar kalskemmdir í túnum við Eyjafjörð

Stórtjón er á túnum í og við Eyjafjörð en verst eru þó farin tún í Svarfaðadal og á ýmsum stöðum í Hörgárveit. Bændablaðið greindi fyrst frá í samtali við Sigurgeir B. Hreinsson framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar en Sigugeir sagði einnig:

„Þetta hefur auðvitað mismikil áhrif á búreksturinn. Mest hefur þetta áhrif á þessi stóru kúabú sem þurfa mikinn heyskap. Það er þó ljóst að um gríðarlegt tjón er að ræða og má áætla að það hlaupi á hundruðum milljóna króna á öllu svæðinu. Eigin ábyrgð bænda er 500 þúsund krónur, en það er víða svo miklu meira tjón, sem Bjargráðasjóður ætti þá að bæta.“

Bjargráðasjóður sér um að bæta tjón sem einstaklingar eða félög verða fyrir af völdum óvenjulegs: kulda, þurrka, óþurrka og kals til dæmis. Sigurgeir fer nú í það verk að mynda tún með aðstoð dróna til þess að meta megi tjón á túnum bænda sem Bjargráðasjóður nýtir sér við bótaumsóknir.

Nánari umfjöllun um málið er að finna í frétt Bændablaðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó