Miklar breytingar á aðalstjórn Þórs

Miklar breytingar á aðalstjórn Þórs

Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs á Akureyri fór fram á mánudaginn og var ljóst fyrirfram að miklar breytingar yrðu á aðalstjórn félagsins.

Úr aðalstjórn félagsins gengu þau Ingi Björnsson, Elma Eysteinsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Brynja Sigurðardóttir og Helga Lyngdal ásamt því að Þóra Pétursdóttir sem áður gengdi embætti varamanns er nú orðin formaður félagsins.

Inn í stjórn komu þau Eva Björk Halldórsdóttir, Ingi Steinar Ellertsson og Nói Björnsson.  Ragnar Níels Steinsson og Jakobína Hjörvarsdóttir eru nýkjörnir varamenn í stjórn félagsins en Jakobína, sem er fædd árið 2004 er einnig fulltrúi unga fólksins í stjórninni. Íris Ragnarsdóttir, Þorgils Sævarsson og Unnsteinn Jónsson sitja áfram í stjórn.

„Vill heimasíðan koma á framfæri ævarandi þökkum til þeirra sem nú úr stjórn ganga fyrir frábær störf í þágu félagsins á undanförnum árum. Bjóðum við nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum mikið til framtíðarinnar með þeim,“ segir í tilkynningu á vef Þórs.

Mynd: Ný aðalstjórn Þórs: frá vinstri: Unnsteinn Jónsson, Eva Björk Halldórsdóttir, Ragnar Níels Steinsson, Íris Ragnarsdóttir, Nói Björnsson, Þóra Pétursdóttir, Þorgils Sævarsson, Jakobína Hjörvarsdóttir og Ingi Steinar Ellertsson. Lengst til hægri á myndinni er Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó