Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson var kjörinn nýr formaður KSÍ á 78. ársþingi KSÍ í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í gær. Þorvaldur er fyrsti Akureyringurinn sem gegnir embætti formanns KSÍ og hann segist vera mjög ánægður með niðurstöðuna.
Sjá einnig: Þorvaldur nýr formaður KSÍ
Þorvaldur mætti í viðtal hjá Fótbolti.net eftir að úrslitin voru ljós í gær þar sem hann sagðist alltaf hafa haft trú á því að hann gæti unnið.
„Ég er mjög ánægður, þetta var hörð barátta, þrír í framboði í fyrsta skipti og það eru því öðruvísi straumar. Það var hart barist og menn vildu fara í þetta starf. Þetta er mjög mikilvægt starf og stórt starf og ég er mjög ánægður,“ sagði Þorvaldur Örlygsson við Fótbolta.net eftir að hann var kosinn formaður KSÍ á ársþingi sambandsins í Úlfarsárdalnum í gær.
Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Fótbolta.net með því að smella hér.
UMMÆLI