Mikil svifryksmengun á Akureyri

Mikil svifryksmengun á Akureyri

Svifryksmengun mælist nú langt yfir heilsuverndarmörkum en unnið er að því að rykbinda og vonast til að ástandið lagist þegar líður á daginn. Ekki er spáð úrkomu næstu daga og því er eina ráðið að rykbinda og þvo göturnar. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Íbúar eru hvattir til þess að nota vistvæna samgöngumáta ef þess gefst kostur á. Að sama skapi eru aldraðir, börn og fólk sem þolir illa álag á öndunarfæri beðið um að forðast útvist í lengri tíma og sneiða hjá fjölförnum umferðargötum.

Hægt er að fylgjast með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna við Strandgötu á vefnum loftgæði.is.