Mikil eftirvænting fyrir viðureign Þór og KA

Mikil eftirvænting fyrir viðureign Þór og KA

Þór og KA mætast í 32-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta í kvöld. Mikil eftirvænting er fyrir viðureigninni en liðin mættust síðast í keppninni árið 1998.

Leikurinn verður í Íþróttahöllinni á Akureyri en verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Þorvaldur Þorvaldsson, þjálfari Þórs, var til viðtals á RÚV í gær þegar liðið æfði í Höllinni.

„Þetta eru nú bara meira og minna bara allt saman kunningjar þessir drengir en vissulega er örugglega einhver rígur inni á milli sem brýst út þegar komið er inn á völlum. Þetta er eins og alltaf þegar Þorpið og Brekkan mætist, þá verða einhver læti,“ segir Þorvaldur við RÚV en ítarlegra viðtal við hann má finna með því að smella hér.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst hún klukkan 19:25.

Þórir Tryggvason tók myndina sem fylgir fréttinni en hún er tekin síðast þegar liðin mættust í bikarkeppninni í eftirminnilegri viðureign. Þá fór KA með 26-28 sigur af hólmi eftir spennuþrunginn baráttuleik.

Fleiri myndir má nálgast á vef KA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó