Mikið um að vera hjá MAk um helginaMynd tekin á sýningunni Kabarett í Samkomuhúsinu.

Mikið um að vera hjá MAk um helgina

Að venju verður nóg um að vera hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Á fimmtudagskvöldið verður þriðja sýningin á söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu. Kabarett hefur fengið einstaklega jákvæðar viðtökur og fékk til að mynda afar jákvæð gagnrýni í Menningunni á Rúv í vikunni. Fjórða sýningin er svo á laugardagskvöldið. Fleiri sýningar eru komnar í sölu og því um að gera að tryggja sér miða á þessa frábæru uppfærslu.

Á föstudaginn hefst Strengjamót Tónlistarskóla Akureyrar þar sem um 200 börn koma saman í Hofi. Fjörið nær svo hátindi á sunnudaginn með sameiginlegum tónleikum hljóðfæraleikarana ungu.

Á laugardagskvöldið verða risa tónleikar í Hamraborg þegar Halloween Horror Show mætir með hryllilegustu tónleikasýningu sögunnar. Á meðal þeirra sem koma fram eru Magni, Birgitta Haukdal, Stebbi Jak, Greta Salóme, Dagur Sigurðsson og Ólafur Egilsson ásamt karlakór, hljómsveit, bakröddum, dönsurum og leikurum. Um alvöru tónleikasýningu er að ræða þar sem öllu er tjaldað til og enginn fer óskelkaður út.

Sunnudagsmorguninn hefst svo á rólegri nótunum með skemmtilegum barnamorgni fyrir allra minnstu börnin. Þessi þriðji barnamorgun vetrarins ber nafnið Krílasöngvar með Sigrúnu Mögnu. Leikin verða lög og leikir í rólegu umhverfi með áherslu á tengsl snertingar, söngs og hljóðfæri. Sungin eru þekkt barnalög og þulur og notaðar hristur og fleiri hljóðfæri. Enginn aðgangseyrir er á barnamorgna en NORÐURORKA styrkir viðburðina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó