Hlíðarfjall heldur áfram að afhjúpa leyndardóma sína. Varðveislumenn minjanna fundu fjölmörg bresk skothylki í dag á kafi í mýrarpolli á sama stað og fjölmargir aðrir gripir úr fórum setuliðsins hafa fundist síðustu ár við rætur fjallsins. Ástand hylkjanna er misjafnt eftir að hafa legið í mýrinni í 80 ár eða frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Nokkuð ljóst þykir að setuliðsmenn sem voru við æfingar í fjallinu hafi safnað saman skothylkjum og komið þeim fyrir í mýrinni. Spurningin er hins vegar hver tilgangurinn með því var. Ef hann var þá einhver.
UMMÆLI