Metumferð um Víkurskarð

Umferðarmet yfir Víkurskarð var sett í júlí þegar umferðarmet frá árinu 2010 var slegið. Umferðin yfir Víkurskarð reyndist 13,5% meiri í nýliðnum júlímánuði borin saman við sama mánuð á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavefnum 640.is

Umferðin frá áramótum hefur aukist um tæp 14%. Meðalumferð á sólarhring stefnir nú í 1800 ökt/sólarhr. fyrir árið 2017. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Sjá einnig: Hitinn mestur á Norðurlandi í júlí

Umferð fór yfir 5000 bíla á einum degi í fyrsta skipti í sögunni föstudaginn 21. júlí þegar 5059 ökutæki keyrðu Víkurskarðið. 5034 ökutæki keyrðu yfir Víkurskarðið sunnudaginn 23. júlí. Gamla metið var frá árinu 2010 en 4.750 ökutæki fóru um Víkurskarðið sunnudaginn 25. júlí það ár. Á síðasta ári fóru mest 4526 ökutæki um skarðið 24. júlí.

Mjög gott verður var á Norðurlandi þessa helgi sem skýrir eflaust að hluta til þessa miklu umferð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó