Mest lesnu fréttir ársins á Kaffinu

Á næstu dögum munum við gera upp árið hjá okkur á Kaffinu. Árið 2017 var fyrsta heila árið sem Kaffið.is starfaði og flutti fréttir ásamt því að birta greinar og skemmtiefni. Fjölmiðillinn hefur vaxið og dafnað á árinu og orðið stór hluti af norðlensku samfélagi. Þetta væri ekki hægt án ykkar lesenda og við erum þakklát fyrir lesturinn. Hér að neðan eru 10 mest lesnu fréttir Kaffið.is á árinu sem er að líða.

1.Ítrekað send heim með blóðtappa í heila

Samskipti Aldísar Bjarkar við heilbrigðiskerfið vöktu mikil viðbrögð frá lesendum.

2.Sýrlenskir strákar tala saman á íslensku

Sýrlenskir strákar búsettir á Akureyri töluðu saman á íslensku. Myndbandið sló í gegn.

3. Kristjánsbakarí 41% dýrara en Axelsbakarí.

Verðmunurinn í bakaríum bæjarins vakti athygli

4. Krefjast þess að fá Costco til Akureyrar

Akureyringar vildu ólmir fá Costco til Akureyrar. Stofnaður var Facebook hópur sem krafðist þess að Costco yrði opnað fyrir norðan.

5.Fótboltakappin Juan Mata kíkti í heimsókn til Akureyrar

Spánverjinn Juan Mata heimsótti Akureyri í sumar og fór meðal annars út að borða á Strikinu.

6.Keiluhöllin á Akureyri lokar

Gamlir og góðir staðir kvöddu á árinu.

7. Tveir nýir veitingastaðir opnaðir á Akureyri

Og nýir komu í staðinn.

8.Fyrirliði Þórs/KA gáttuð, sár og bandbrjáluð

Fréttir af samstarfsslitum Þórs og KA í kvennaknattspyrnunni spruttu upp snemma á árinu. Til allrar hamingju varð ekkert af þeim og Þór/KA lyfti Íslandsmeistaratitli á árinu.

9.Lögreglan sektuð við Háskólann á Akureyri

Myndband sem náðist af lögreglubíl fá sekt fyrir utan Háskólann á Akureyri vakti mikla kátínu meðal lesenda.

10. Fyrsta bjórbaðið á Íslandi

Bjórböðin slógu í gegn á árinu og vöktu heimsathygli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó