Messað á Þönglabakka í Þorgeirsfirði

Messað á Þönglabakka í Þorgeirsfirði

Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 29. júlí n.k. kl. 14.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. Húni siglir og hægt verður að ganga frá Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð. Skipið tekur hámark 70 manns og fyrstir koma, fyrstir fá. Boðið verður upp á kaffi, te og pönnsur um borð. Síðan verður hægt að aka að Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði sem tekur c.a. klst. og ganga þaðan yfir hálsinn sem tekur líka c.a. klst. og fólk finnur út úr því sjálft hvernig það kemst þangað. Svo er það bara veðrið, er það ekki alltaf gott?  Verið velkomin!

Fargjald í skipið Húna er 2500 kr. – Eitt verð og skiptir ekki máli hvort farið sé frá Akureyri eða Grenivik og breytir engu hvort um aðra leið sé að ræða eða báðar. Farið frá Akureyri kl. 8.00 og Grenivík kl. 10.00. Gott að bóka í tíma á póstfangið bolli.petur.bollason@gmail.com.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó