NTC

„Mér finnst gott að hugsa til þess að geta haft áhrif“

snorri
„Ég kem úr fjölskyldu framsóknarmanna og hef alist upp við miklar umræður um stjórnmál og flest sem við kemur pólitík,”
segir Snorri Eldjárn Hauksson en hann situr í 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kaffið settist niður með þessum hressa og skemmtilega unga manni.

Ólst upp við umræður um stjórnmál

Snorri sem er 25 ára gamall Dalvíkingur útskrifaðist úr sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor og ætlar sér stóra hluti í pólitíkinni. Hann segir stjórmál alla tíða hafa verið mikið rædd á heimilinu þó svo að áhuginn á því að taka þátt sé nýlega tilkominn. Mér finnst gott að hugsa til þess að geta haft áhrif og notað rödd mína til að leggja mitt að mörkum og skapa umhverfi sem við viljum öll búa í.”

Vill auka umhverfisvitund

Snorra er framtíðin mjög hugleikinn en hann vill að horft sé til lengri tíma til að tryggja komandi kynslóðum sem best líf. Ég vil auka umhverfisvitund almennings til að tryggja að náttúran hafi forgang. Ég vil minnka notkun á plasti og rafmagnsvæða bílaflota Íslands svo fátt eitt sé nefnt,” segir Snorri.

Mál landsbyggðarinnar brenna einnig mikið á Snorra en hann telur afar mikilvægt að efla innviði bæjarfélaga á landsbyggðinni svo hægt sé að dreifa betur álagi vegna þess mikla ferðamannastraums sem orðið hefur til Íslands.

Hefur fengið góð viðbrögð

Það kom fjölskyldu og vinum Snorra ekki á óvart þegar hann tilkynnti þeim um framboð sitt. Ég hef nú fengið lítil viðbrögð hjá vinum og fjölskyldu þar sem margir bjuggust við því að það kæmi að þessu fyrr en síðar. Aftur á móti hafa viðbrögðin verið góð hjá fólki innan flokksins og í Dalvíkurbyggð.”

Þegar Snorri fór að hafa áhuga á pólitík var það Framsóknarflokkurinn sem heillaði mest. Hann segir flokkinn hafa haldið vel á spilunum á síðastliðnu kjörtímabili og eigi stóran þátt í þeim uppgangi sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi. Frá því að Framsókn komst aftur í ríkisstjórn 2013 hafa t.d. um 15 þúsund ný störf skapast og atvinnuleysi er komið niður í 3%. Spáð er rúmlega 5% hagvexti og verðbólgan er minni og stöðugri en hún hefur verið um langt skeið. Fjárfesting hefur einnig aukist víða um land.”

Snorri spilar fótbolta með liði Dalvíkur/Reynis

Snorri spilar fótbolta með liði Dalvíkur/Reynis


Hvetur ungt fólk til að taka þátt

Kosningaþáttaka ungs fólks er eitt að þeim atriðum sem Snorri telur skipta mikla máli og miklvægt að virkja. Ég vil hvetja kjósendur og þá sérstaklega ungt fólk, til að mæta á kosningaskrifstofur, kynna sér málefni flokkanna, hlusta á umræðurnar og mæta á kosningadaginn og nýta kosningarétt sinn,” segir Snorri að lokum

Sjá einnig:

Melkorka Ýrr Yrsudóttir

Bjartur Aðalbjörnsson

Jónas Björgvin Sigurbergsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó