Mér er fokking drullusama frumsýnt í dag

Í dag klukkan 17:30 verður frumsýning á verkinu Mér er fokking drullusama í Gryfjunni í VMA. Verkið er eftir Pétur Guðjónsson, viðburðastjóra VMA, og Jóhönnu G. Birnudóttur. Höfundarnir leikstýra verkinu en allir aðrir sem koma að sýningunni hafa áður komið við sögu í leiklistinni í VMA. Sýningin er sett upp í samvinnu höfunda, Þórdunu – nemendafélags VMA og skólans.

Fjórir leikarar koma fram í sýningunni: Sindri Snær Konráðsson, Steinar Logi Stefánsson, Ragnheiður Diljá Káradóttir og Jara Sól Ingimarsdóttir. Haukur Sindri Karlsson skapar hljóðmynd sýningarinnar á flygilinn í Gryfjunni, Stefán Jón Pétursson sér um lýsingu og Hrefna Björnsdóttir hannar búninga og farðar.

Fjórar aðrar sýningar verða á verkinu – frá sunnudegi til miðvikudags – 12.-15. febrúar. Allar sýningarnar verða í Gryfjunni í VMA.

VG

UMMÆLI