Tilvonandi útskriftarnemar í Menntaskólanum á Akureyri eru nú stödd í útskriftarferð á Króatíu áður en þau hefja sitt síðasta ár við skólann. Útskriftarferðirnar eru farnar árlega þar sem allur árgangurinn fer saman til útlanda í 1-2 vikur, yfirleitt til sólarlanda.
Nemendurnir héldu til Króatíu fyrir rúmri viku síðan og í kvöld fer fram svo kallað Tógakvöld, þar sem allir vefja utan um sig hvít lök í mismunandi stíl. Í framhaldinu marsera krakkarnir um götur borgarinnar, syngja MA-söngva og halda upp á síðustu daga ferðarinnar.
Það hefur ekki verið venjan síðastliðin ár hjá Menntskælingum að flytja með sér þekkta söngvara í útskriftarferðina en eitthvað hefur verið um það hjá menntaskólanemum fyrir sunnan.
Núna er það hins vegar landsfrægi rapparinn Emmsjé Gauti sem flaug út til þeirra í gær og er með einkatónleika fyrir þau í kvöld.
Mikil kátína virðist ríkja meðal nemenda með tónleikana og augljóst að menntskælingar kunna sannarlega að skemmta sér.
Að neðan má sjá stutt myndskeið sem einn af tónleikagestunum tók á símann sinn:
UMMÆLI