Lið Menntaskólans á Akureyri í spunakeppni framhaldsskólanna, Leiktu betur, stóð uppi sem sigurvegari í keppninni. Úrslitakvöld keppninnar fór fram í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi.
Þetta er í annað skipti sem að MA sigrar keppnina en það gerðist síðast fyrir 11 árum, árið 2007.
Í liðinu eru þau Freyr Jónsson, Ragnhildur Tryggvadóttir, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir & Eiríkur Þór Björnsson.