Framsókn

Menntaskólinn á Tröllaskaga í 15 árMynd: Menntaskólinn á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga í 15 ár

Í gær, 19 ágúst, mættu nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga í skólann í fimmtánda sinn. Skólinn hefur stækkað með hverju árinu sem líður en í vor brautskráðust fimmtíu og tveir nemendur frá skólanum og hefur útskriftarhópurinn aldrei verið stærri.

Í tilkynningu á vef skólans segir fimmtíu og tveir nemendur brautskráðust og hefur útskriftarhópurinn aldrei verið stærri.að kennarar hafi fundað nýlega um símenntun og skoðað hvernig unnið verði með heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna í vetur, þar sem skólinn er UNESCO-skóli. Farið var yfir hvaða erlendu verkefni verða í gangi í vetur og rætt um gervigreind og tækifæri sem felast í henni.

Lára Stefánsdóttir, skólameistari, bauð nemendur velkomna í skólann í gær, hvatti þá til dáða í náminu framundan og talaði um mikilvægi þess að finna sitt áhugasvið sem og að taka ábyrgð á
eigin námi. Að því loknu kynntu kennarar sig fyrir nýnemahópnum og í kjölfar þess hófust fyrstu kennslustundir þessa fimmtánda starfsárs skólans.

VG

UMMÆLI

Sambíó