Gæludýr.is

Menntaskólanum á Akureyri slitið í 143. sinnMaría Björk dúx skólans Mynd: Linda Ólafsdóttir

Menntaskólanum á Akureyri slitið í 143. sinn

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 143. sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Veðrið lék svo sannarlega við nýstúdentana og fjölskyldur þeirra. Karl Frímannsson brautskráði sína fyrstu stúdenta og tímamótin voru fleiri því þetta er fyrsta skiptið sem eru brautskráðir stúdentar af sviðslistabraut. Þetta kemur fram á vef skólans.

Alls voru 156 stúdentar brautskráðir. Dúx skólans er María Björk Friðriksdóttir 9,56 og Helga Viðarsdóttir semidúx með 9,54, báðar voru á heilbrigðisbraut.

Hæstur í 1. bekk: Árni Stefán Friðriksson í 1Y með 9,7.

Hæstur í 2. bekk: Magnús Máni Sigurgeirsson í 2X með 9,7.

Hæst í 3. bekk: María Björk Friðriksdóttir í 3T með 9,8.

Að lokinni athöfn var haldið í MA þar sem myndir af árganginum og einstökum bekkjum voru teknar. Framundan er svo tæplega 1000 manna veisla í kvöld, nýstúdentanna, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans í Íþróttahöllinni.

Nánar má lesa um athöfnina í dag á vef MA hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó