Mennskælingar náðu markmiðinu og skólameistarinn varð kisa

Mynd: Skjáskot

Síðasta vika var góðgerðarvika í Menntaskólanum á Akureyri. Í góðgerðarvikunni söfnuðust 800 þúsund krónur til styrktar Aflinu.

Nemendur og starfsmenn skólans stóðu að alls kyns viðburðum til að safna pening til styrktar Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þetta er í annað skipti sem góðgerðarvikan er haldin en í fyrra styrkti nemendafélagið Geðdeild SAk um rúma milljón króna.

Í síðustu viku gekk hópur nemenda yfir Vaðlaheiði og aðrir tveir nemendur eyddu heilum skóladegi í uppblásinni sundlaug. Jón Már Héðinsson skólameistari MA hafði lofað því að ef söfnunin næði 800 þúsund krónum myndi hann klæða sig upp í kisubúning.

Hann stóð við stóru orðin í gær og vakti það mikla kátinu þegar hann gekk inn í Kvosina, samkomusal skólans klæddur sem köttur.

Myndband af þessu sem birtist á Facebook síðu Menntaskólans má sjá hér að neðan.

Sjá einnig: 

Góðgerðavika í MA – Menntskælingar ætla að safna milljón króna til styrktar Aflsins

Nemendur ganga yfir Vaðlaheiði til styrktar Aflsins

Eyða skóladeginum í uppblásinni sundlaug

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó