Fréttablaðið greinir frá því í morgun að mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp.
Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar vegna þess að farið var fram á fjögura vikna varðhald.
Ekkert hefur spurst til Birnu frá því hún sást á eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum á laugardagsmorgninum, eða í rúma sex sólarhringa.
UMMÆLI