Fimmtudaginn 17. nóvember verður menningarsúpa á Hótel KEA kl. 11.30-13. Það er Akureyrarstofa og Menningarráð Eyþings sem standa fyrir fundinum.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Verkefnið Creative Momentum – tækifæri til tengslamyndunar
- Anna Sæunn Ólafsdóttir kvikmyndagerðarkona hjá NyArk Media segir frá reynslu sinni af þátttöku í Creative Momentum Hotspot
- Ingi Rafn Sigurðsson hjá Karolina Fund kynnir möguleika á fjármögnun menningarverkefna gegnum hópfjármögnun
- María Dýrfjörð grafískur hönnuður og Þórhildur Örvarsdóttir tónlistarkona segja frá reynslu sinni af hópfjármögnun á Karolina Fund
Súpa, brauð og kaffi á 1500 kr.
Skráning í netfanginu huldasif@akureyri.is
UMMÆLI