NTC

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhend í átjánda sinn í gær, miðvikudaginn 3. maí, við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni.

Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2023 hlutu: Alþjóðleg píanóhátíð á Vestfjörðum, Vesturbyggð, Hnoðri í norðri, Akureyri og Raddir úr Rangárþingi, Hellu.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Icelandair.

VG

UMMÆLI

Sambíó