NTC

Menningarsamningur endurnýjaður

Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri undirrituðu í síðustu viku nýjan menningarsamning milli ráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Um er að ræða endurnýjun eldri samnings en menningarsamstarfið teygir sig allt aftur til ársins 1997. Samningurinn nær til yfirstandandi árs og ársins 2017.

Meginmarkmið með samningnum er að efla hlutverk Akureyrar sem miðju utan höfuðborgarsvæðisins í lista- og menningarlífi á Íslandi og stuðla að auknu atvinnustarfi í listum á Akureyri. Þetta er gert með stuðningi við meginstofnanir á sviði leiklistar, myndlistar og tónlistar.

Samningurinn nær til reksturs Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs en Menningarfélag Akureyrar hefur rekstur þeirra með höndum um þessar mundir og loks nær samningurinn til reksturs Listasafnsins á Akureyri.

Fjárveitingar ríkisins til samningsins hækka úr 138 mkr. árið 2015 í 168 mkr. árið 2016. Á seinna ári hans hækkar framlagið sem nemur áætlaðri hækkun verðlags og verður 172,2 mkr. árið 2017.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó