NTC

Menningarfélag Akureyrar og RÚV ræða samstarf

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, kíkti í heimsókn til MAk á dögunum til að ræða mögulega samvinnu á milli RÚV og MAk

Menningarfélag Akureyrar og RÚV hafa undanfarið rætt mögulega samvinnu á illi sín með það að markmiði að þjónusta almenning betur. RÚV heldur úti öflugri starfsstöð á Akureyri og eru að leita eftir samstarfi til að efla hana enn frekar og vilja með því auka tengsl við almenning um allt land.

Í tilkynningu frá Menningarfélaginu segir að markmið félaganna fari vel saman. Bæði vilji þau stuðla að auknu framboði og fjölbreytileika í menningar- og listalífi Norðurlands.

Þannig sjá forystumenn beggja félaga tækifæri til að ná betur markmiðum sínum með því að sameina krafta sína. Mögulegt samstarf sem hefur verið rætt snýr að verkefnum þeirra þriggja sviða sem mynda MAk; Leikfélag Akureyrar, Menningarhúsið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, auk Fundar fólksins, sem fer fram á Akureyri í byrjun september.

Þetta verður í annað sinn sem Fundur fólksins fer fram á Akureyri og er það vel við hæfi að RÚV og MAk vinni saman í tengslum við hátíðina, enda er hún skapandi vettvangur samfélagslegrar umræðu, sem fer vel saman við helstu markmið beggja félaga.

Sambíó

UMMÆLI