NTC

Melkorka Ýrr gæti orðið yngst á þing

 

Melkorka Ýrr

Melkorka Ýrr

Vísir tók saman þau fjögur ungmenni sem gætu orðið yngst til að taka sæti á þingi eftir kosningarnar á morgun. Til þess þurfa þau að taka sæti nógu snemma á kjörtímabilinu. Sjálfstæðiskonan unga og Akureyringurinn, Melkorka Ýrr Yrsudóttir, gæti orðið yngsta konan til að komast á þing. Melkorka er fædd þann 20. janúar 1998 og er í 6.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Víðir Smári Petersen er sá yngsti sem hefur tekið sæti á Alþingi en sú yngsta til að ná kjöri, Jóhanna María Sigmundsdóttir, tók sæti sitt ekki fyrr en nokkrum vikum eftir kjörið og hélt Víðir því metinu. Víðir var þá 21 árs og 328 daga gamall.

Til að til þess komi að Melkorka geti náð sæti á þingi þarf Sjálfstæðisflokkur að bæta sig við þriðja þingmanni í Norðaustur kjördæmi og Melkorka að taka sæti á þingi fyrir 15.desember 2019.

Kaffið tók viðtal við Melkorku fyrr í haust um framboð hennar sem má sjá hér að neðan:

Vill efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálum

VG

UMMÆLI

Sambíó