Gæludýr.is

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hefst í dag á AkureyriLjósmynd: FRÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hefst í dag á Akureyri

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hefst í dag á Akureyri. Þar kemur saman fremsta frjálsíþróttafólk landsins og keppir um Íslandsmeistaratitla, bæði fyrir félagslið og sem einstaklingar. Hægt verður að fylgjast með úrslitum hér eftir því sem þau koma í hús, en fyrsti viðburðurinn, 800metra hlaup karla, fer fram klukkan 17:00 í dag.

Í grein frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að MÍ sé stærsta mót ársins innanlands og geti skip sköpum fyrir þá sem eru að reyna að komast á stórmór á borð við Ólympíuleikana. Lágmarkatímibilið fyrir Ólympíuleikana er til 30. júní og er MÍ því síðasta tækifærið fyrir íslenska íþróttamenn að ná lágmarki eða hækka sig á Ólympíulista. Enn hefur enginn Íslendingur tryggt sér sæti á Ólympíleikunum í frjálsum íþróttum þetta árið en sumir eru ekki langt frá því. Nánari upplýsingar er að finna í umfjöllun FRÍ sem hægt er að lesa hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó